Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir vill varðveita þessa byggingu. Vísir/Eyþór/Já.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan. Skipulag Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan.
Skipulag Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira