Fótbolti

Ætlaði ekki að reyna að drepa leikmenn Dortmund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergei W.
Sergei W. Vísir/AFP
Réttarhöld standa nú yfir manni sem er ákærður fyrir að sprengja upp rútu Borussia Dortmund þegar hún var á leiðinni í leik í Meistaradeildinni á síðasta ári.

BBC segir að maðurinn sér Þjóðverji af rússneskum ættum, að hann sé 28 ára og heiti Sergei W. Fullt nafn hans liggur þó ekki fyrir.

Marc Bartra, varnarmaður Borussia Dortmund, var sá eini af leikmönnum Dortmund liðsins sem meiddist í árásinni en hann úlnliðsbrotnaði. Lögreglumaður missti líka heyrnina.

Sergei W hefur viðurkennt að hafa komið sprengjunum fyrir á leið Borussia Dortmund á völlinn en hann segir þó að markmiðið hans hafi ekki verið að drepa neinn.

„Ég sé innilega eftir þessu,“ sagði Sergei W fyrir réttinum. Hann var kærður fyrir 28 tilraunir til manndráps. Hann neitar þeirri sök.

Liðsmenn Borussia Dortmund voru á leiðinni í Meistaradeildarleik við Mónakó og leikurinn fór ekki fram fyrr en daginn eftir.

Stuðningsmenn Borussia Dortmund fengu mikið hrós fyrir hvernig þeir tóku á móti frönskum strandaglópum sem voru mættir á leikinn. Stuðningsmenn Mónakó fengu því gistingu og gátu því mætt á leikinn daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×