Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 08:31 Seth Meyers var gestgjafi Golden Globe í nótt. vísir/getty Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt enda verðlaunaafhendingin fyrsta stóra hátíðin í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í skemmtanabransanum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni komu fram. Ísinn var brotinn í október síðastliðnum þegar New York Times og New Yorker birtu frásagnir fjölda kvenna af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær sögðu Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, hafa beitt sig. Síðan þá hafa fjölmargar konur sem og karlar stigið fram og sagt frá kynferðsilegu ofbeldi og áreitni um allan heim undir merkjum MeToo-byltingarinnar. Seth Meyers: "Good evening ladies and remaining gentlemen" #GoldenGlobes— Variety (@Variety) January 8, 2018 Weinstein, sem var einn valdamesti maðurinn í Hollywood, var í kjölfarið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og úr Óskarsakademíunni en Seth Meyers hafði þetta að segja um Weinstein í nótt: „Það er kominn tími til að tala um fílinn sem er ekki í herberginu. Harvey Weinstein er ekki hér. Það er út af því að ég hef heyrt orðróm um að hann sé ruglaður og erfitt að vinna með honum. En ekki hafa áhyggjur,hann kemur aftur eftir 20 ár þegar það verður púað á hann þegar hans verður minnst á meðal þeirra sem hafa látist á árinu,“ sagði Meyers. Hann skaut líka á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingspilti árið 1986. Þá var hann einnig klipptur út úr mynd Ridley Scott, All the Money in the World, og var Christopher Plummer fenginn í hans stað til að leika Paul Getty. „Þrátt fyrir allt þá heldur sýningin áfram. Ég var til dæmis ánægður með að heyra að það á að gera aðra þáttaröð af House of Cards. Er Christopher Plummer laus í það líka? Getur hann talað með Suðurríkahreim því Kevin Spacey getur það ekki. Æ, var þetta of andstyggilegt? Í garð Kevin Spacey?“ Ræðu Meyers má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Golden Globes Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt enda verðlaunaafhendingin fyrsta stóra hátíðin í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í skemmtanabransanum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni komu fram. Ísinn var brotinn í október síðastliðnum þegar New York Times og New Yorker birtu frásagnir fjölda kvenna af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær sögðu Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, hafa beitt sig. Síðan þá hafa fjölmargar konur sem og karlar stigið fram og sagt frá kynferðsilegu ofbeldi og áreitni um allan heim undir merkjum MeToo-byltingarinnar. Seth Meyers: "Good evening ladies and remaining gentlemen" #GoldenGlobes— Variety (@Variety) January 8, 2018 Weinstein, sem var einn valdamesti maðurinn í Hollywood, var í kjölfarið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og úr Óskarsakademíunni en Seth Meyers hafði þetta að segja um Weinstein í nótt: „Það er kominn tími til að tala um fílinn sem er ekki í herberginu. Harvey Weinstein er ekki hér. Það er út af því að ég hef heyrt orðróm um að hann sé ruglaður og erfitt að vinna með honum. En ekki hafa áhyggjur,hann kemur aftur eftir 20 ár þegar það verður púað á hann þegar hans verður minnst á meðal þeirra sem hafa látist á árinu,“ sagði Meyers. Hann skaut líka á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingspilti árið 1986. Þá var hann einnig klipptur út úr mynd Ridley Scott, All the Money in the World, og var Christopher Plummer fenginn í hans stað til að leika Paul Getty. „Þrátt fyrir allt þá heldur sýningin áfram. Ég var til dæmis ánægður með að heyra að það á að gera aðra þáttaröð af House of Cards. Er Christopher Plummer laus í það líka? Getur hann talað með Suðurríkahreim því Kevin Spacey getur það ekki. Æ, var þetta of andstyggilegt? Í garð Kevin Spacey?“ Ræðu Meyers má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Golden Globes Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18