Farþegar óttuðust um líf sitt þegar skemmtiferðaskipi var siglt inn í miðjan storm Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2018 22:43 Skemmtiferðaskiptið Norwegian Breakaway. Vísir/Getty Áhöfn skemmtiferðaskips lét storminn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna ekki stöðva sig. Skipið heitir Norwegian Breakaway og er í eigu bandaríska fyrirtækisins Norwegian Cruise Line Holdings. Farþegar skipsins fengu að upplifa mikinn öldugang og brjálað veður í nokkra daga á meðan skipið var á leiðinni til New York borgar í Bandaríkjunum frá Bahamaeyjunum. Einn farþeganna sagði í samtali við fréttastofu CBS að veran í skipinu á meðan þessu stóð hefði verið martröð líkast. „Ég hélt ég yrði aldrei í þeim aðstæðum að geta sagt að þetta væri hræðilegasta stund lífsins. Þetta var hins vegar versta stund lífs míns,“ sagði Karoline Ross.Hún sagði að skipinu hefði verið siglt beinustu leið inn í storminn síðastliðinn þriðjudag og tóku þá við tveir af verstu dögum lífs hennar þar sem ölduhæðin náði allt að rúmum níu metrum. „Þegar þú ert í skipi úti á miðju hafi og vatnið flæðir niður stigann hugsar þú með þér að þetta eigi ekki eftir að enda vel. Herbergið okkar var fullt af vatni og það lak niður lyftustokka.“ Annar farþegi sagðist aldrei aftur ætla um borð í skip eftir þessa ferð „Ég er í algjöru áfalli,“ sagði Emma Franzee við CBS þegar hún komst í land í New York síðastliðinn föstudag. „Í hreinskilni sagt hélt ég að við myndum ekki hafa þetta af,“ sagði Conor Vogt sem var farþegi í skipinu.CBS spurði forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hvers vegna var ákveðið að sigla inn í storminn þegar ljóst var í hvað stefndi. Tilkynning barst frá fyrirtækinu þar sem því var haldið fram að veðrið hefði reynst mun verra en spáð hafði verið. Hvorki áhöfn né farþegar hefðu þó verið í hættu á meðan því stóð.Á vef Mashabel er greint frá því að veðurfræðingar stigu margir hverjir fram á samfélagsmiðlum í ljósi tilkynningar fyrirtækisins og bentu á að spárnar hefðu gengið eftir og að skipið hefði aldrei átt að vera á þessum slóðum. Farþegarnir hrósuðu margir hverjir áhöfninni fyrir vel unnin störf en vildu þó meina að skipstjórinn hefði mátt vera duglegri að veita þeim upplýsingar."Scariest moment of my life": Cruise ship rides through fierce winter storm https://t.co/fjYFSBaTBE— Christina Mendez (@christinamendez) January 6, 2018 This is the winter storm that the captain of the @cruisenorwegian #Breakaway sent us right into! It must have been very important for #NCLbreakaway to get back to port to pick up more money, I mean passengers. https://t.co/OOucW7JRzv— Mary Lou Harrison (@RotarianMaryLou) January 6, 2018 #NCLbreakaway still fighting the good fight against these wild #BOMBCYLONE winds. Both kids are sea sick now...I am on barf duties tonight. Jeez. pic.twitter.com/qqGRFCmGvK— Christina Mendez (@christinamendez) January 5, 2018 Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45 Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Áhöfn skemmtiferðaskips lét storminn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna ekki stöðva sig. Skipið heitir Norwegian Breakaway og er í eigu bandaríska fyrirtækisins Norwegian Cruise Line Holdings. Farþegar skipsins fengu að upplifa mikinn öldugang og brjálað veður í nokkra daga á meðan skipið var á leiðinni til New York borgar í Bandaríkjunum frá Bahamaeyjunum. Einn farþeganna sagði í samtali við fréttastofu CBS að veran í skipinu á meðan þessu stóð hefði verið martröð líkast. „Ég hélt ég yrði aldrei í þeim aðstæðum að geta sagt að þetta væri hræðilegasta stund lífsins. Þetta var hins vegar versta stund lífs míns,“ sagði Karoline Ross.Hún sagði að skipinu hefði verið siglt beinustu leið inn í storminn síðastliðinn þriðjudag og tóku þá við tveir af verstu dögum lífs hennar þar sem ölduhæðin náði allt að rúmum níu metrum. „Þegar þú ert í skipi úti á miðju hafi og vatnið flæðir niður stigann hugsar þú með þér að þetta eigi ekki eftir að enda vel. Herbergið okkar var fullt af vatni og það lak niður lyftustokka.“ Annar farþegi sagðist aldrei aftur ætla um borð í skip eftir þessa ferð „Ég er í algjöru áfalli,“ sagði Emma Franzee við CBS þegar hún komst í land í New York síðastliðinn föstudag. „Í hreinskilni sagt hélt ég að við myndum ekki hafa þetta af,“ sagði Conor Vogt sem var farþegi í skipinu.CBS spurði forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hvers vegna var ákveðið að sigla inn í storminn þegar ljóst var í hvað stefndi. Tilkynning barst frá fyrirtækinu þar sem því var haldið fram að veðrið hefði reynst mun verra en spáð hafði verið. Hvorki áhöfn né farþegar hefðu þó verið í hættu á meðan því stóð.Á vef Mashabel er greint frá því að veðurfræðingar stigu margir hverjir fram á samfélagsmiðlum í ljósi tilkynningar fyrirtækisins og bentu á að spárnar hefðu gengið eftir og að skipið hefði aldrei átt að vera á þessum slóðum. Farþegarnir hrósuðu margir hverjir áhöfninni fyrir vel unnin störf en vildu þó meina að skipstjórinn hefði mátt vera duglegri að veita þeim upplýsingar."Scariest moment of my life": Cruise ship rides through fierce winter storm https://t.co/fjYFSBaTBE— Christina Mendez (@christinamendez) January 6, 2018 This is the winter storm that the captain of the @cruisenorwegian #Breakaway sent us right into! It must have been very important for #NCLbreakaway to get back to port to pick up more money, I mean passengers. https://t.co/OOucW7JRzv— Mary Lou Harrison (@RotarianMaryLou) January 6, 2018 #NCLbreakaway still fighting the good fight against these wild #BOMBCYLONE winds. Both kids are sea sick now...I am on barf duties tonight. Jeez. pic.twitter.com/qqGRFCmGvK— Christina Mendez (@christinamendez) January 5, 2018
Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45 Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45
Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32