Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2025 23:27 Drónanir hæfðu tvö skip í Svartahafi. Úkraínska leyniþjónustan Úkraínska leyniþjónustan hefur birt myndir og myndskeið sem sýna árásir sjávardróna á tvö olíuflutningaskip í Svartahafi. Skipin eru talin hafa verið hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa, en talið var að skipin væru að flytja rússneska olíu. Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum er um að ræða skipin Kairos og Virat, sem bæði eru skráð í Gambíu, að því er kemur fram hjá BBC. Skipin eru talin hluti af skuggaflota rússneskra skipa, það er að segja skipa í eigu Rússa sem skráð eru í öðrum löndum til að komast hjá viðskiptaþvingunum sem Rússar sæta. Samkvæmt BBC er um ákveðna stigmögnun átaka að ræða, en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem Úkraínumenn gera slíka árás á olíuflutningaskip, og það í landhelgi Nato-ríkis. Bæði skipin verma sæti á lista kauphallarinnar í Lundúnum um skip sem sæta einhverjum viðskiptaþvingunum. Árás var gerð á skipið Kairos í suðvesturhluta Svartahafs, og árásin á Virat var austar og meira fyrir miðju Svartahafs. WATCH 🔴Ukraine’s SBU naval drones hit two Russian “shadow fleet” oil tankers, KAIRO and VIRAT, in the Black Sea, in a joint strike with the Ukrainian Navy.Footage shows both vessels taking severe damage, leaving them effectively disabled. pic.twitter.com/rNfs6MN6ed— Open Source Intel (@Osint613) November 29, 2025 Fram kemur að svokallaðir Sea baby drónar hafi verið notaðir við verknaðinn, sem framleiddur er af úkraínsku leyniþjónustunni. Tyrknesk yfirvöld veittu skipverjum aðstoð við að slökkva eldana, en skipin urðu fyrir talsverðum skemmdum. Litið er á árásina sem viðvörun af hálfu Úkraínumanna, um að skip sem flytja rússneska olíu í Svartahafi gætu átt yfir höfði sér meira en bara viðskiptaþvinganir. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum er um að ræða skipin Kairos og Virat, sem bæði eru skráð í Gambíu, að því er kemur fram hjá BBC. Skipin eru talin hluti af skuggaflota rússneskra skipa, það er að segja skipa í eigu Rússa sem skráð eru í öðrum löndum til að komast hjá viðskiptaþvingunum sem Rússar sæta. Samkvæmt BBC er um ákveðna stigmögnun átaka að ræða, en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem Úkraínumenn gera slíka árás á olíuflutningaskip, og það í landhelgi Nato-ríkis. Bæði skipin verma sæti á lista kauphallarinnar í Lundúnum um skip sem sæta einhverjum viðskiptaþvingunum. Árás var gerð á skipið Kairos í suðvesturhluta Svartahafs, og árásin á Virat var austar og meira fyrir miðju Svartahafs. WATCH 🔴Ukraine’s SBU naval drones hit two Russian “shadow fleet” oil tankers, KAIRO and VIRAT, in the Black Sea, in a joint strike with the Ukrainian Navy.Footage shows both vessels taking severe damage, leaving them effectively disabled. pic.twitter.com/rNfs6MN6ed— Open Source Intel (@Osint613) November 29, 2025 Fram kemur að svokallaðir Sea baby drónar hafi verið notaðir við verknaðinn, sem framleiddur er af úkraínsku leyniþjónustunni. Tyrknesk yfirvöld veittu skipverjum aðstoð við að slökkva eldana, en skipin urðu fyrir talsverðum skemmdum. Litið er á árásina sem viðvörun af hálfu Úkraínumanna, um að skip sem flytja rússneska olíu í Svartahafi gætu átt yfir höfði sér meira en bara viðskiptaþvinganir.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira