Eldur kom upp eftir að tvær farþegavélar rákust saman í Toronto Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 15:48 Farþegavélin sem var rýmd tilheyrir flugfélaginu WestJet. Visir/afp Rýma þurfti farþegaflugvél á Lester Pearson-flugvelli í Toronto eftir að tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri. Eldur kom upp í annarri vélinni eftir áreksturinn en 168 farþegar auk sex áhafnarmeðlima voru um borð. Reuters greinir frá þessu. Tilkynnt var um einhver smávægileg slys á fólki en að öðru leyti sluppu allir þeir sem staddir voru um borð í flugvélinni með skrekkinn. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var nýlent í Toronto en henni hafði verið flogið frá Cancún í Mexíkó. Verið var að bíða eftir að hægt væri að aka vélinni að landgöngubrú þegar áreksturinn varð. Hin flugvélin var mannlaus en verið var að draga hana milli stæða. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni rakst vængur vélarinnar sem verið var að toga í hreyfil kyrrstæðu vélarinnar og í kjölfarið kom mikill blossi og eldur kviknaði í ytri búnaði mannlausu vélarinnar. Óttast var að eldurinn myndi breiðast út en slökkviliði á staðnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í hina vélina, sem var þéttsetin farþegum. Verið er að rannsaka tildrög óhappsins. Our plane was crashed into by another plane right after the pilot announced they were 'low on staff' A post shared by Stephen Belford (@stephen_belford) on Jan 5, 2018 at 4:21pm PST Mexíkó Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Rýma þurfti farþegaflugvél á Lester Pearson-flugvelli í Toronto eftir að tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri. Eldur kom upp í annarri vélinni eftir áreksturinn en 168 farþegar auk sex áhafnarmeðlima voru um borð. Reuters greinir frá þessu. Tilkynnt var um einhver smávægileg slys á fólki en að öðru leyti sluppu allir þeir sem staddir voru um borð í flugvélinni með skrekkinn. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var nýlent í Toronto en henni hafði verið flogið frá Cancún í Mexíkó. Verið var að bíða eftir að hægt væri að aka vélinni að landgöngubrú þegar áreksturinn varð. Hin flugvélin var mannlaus en verið var að draga hana milli stæða. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni rakst vængur vélarinnar sem verið var að toga í hreyfil kyrrstæðu vélarinnar og í kjölfarið kom mikill blossi og eldur kviknaði í ytri búnaði mannlausu vélarinnar. Óttast var að eldurinn myndi breiðast út en slökkviliði á staðnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í hina vélina, sem var þéttsetin farþegum. Verið er að rannsaka tildrög óhappsins. Our plane was crashed into by another plane right after the pilot announced they were 'low on staff' A post shared by Stephen Belford (@stephen_belford) on Jan 5, 2018 at 4:21pm PST
Mexíkó Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira