Húðskamma Bandaríkin fyrir að boða til fundar vegna Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:34 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir við Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna í ráðinu, á fundinum í dag. Vísir/afp Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22
Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22
Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45
Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30
Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00