Sport

Japanir skipta út klósettum fyrir Ólympíuleikana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
28. október síðast liðinn voru 1000 dagar þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó
28. október síðast liðinn voru 1000 dagar þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó vísir/getty
Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að uppfæra þúsundir almenningsklósetta þar í landi fyrir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.

Þrátt fyrir að Japanir framleiði mjög tæknivædd klósett, til dæmis með hiturum í setunni eða syngjandi klósett, þá eru mörg almenningsklósettanna í Tókýó af gamalli asískri gerð þar sem skálin er í gólfhæð og notandinn þarf að krjúpa yfir þeim.

„Við viljum að fólk njóti þess að heimsækja Japan og stressið sé eins lítið og hægt er,“ sagði talsmaður japönsku ferðamálastofnunarinnar. Margir ferðamenn hreinlega kunni ekki að nota gömlu klósettin.

Ríkisstjórn Japans mun fjárfesta í þriðjungi af kostnaði þess að skipta um nærri helming klósetta á yfir 4 þúsund ferðamannastöðum.

Þá munu þessar breytingar einnig koma öldruðum Japönum til nota þar sem þeir eigi ekki eins auðvelt með að krjúpa yfir salernunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×