Þorlákshöfn og Hið íslenska Biblíufélag deila djákna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2018 11:29 Guðmundur Jónsson djákni. Dagur Gunnarsson Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum að því er segir í tilkynningu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Guðmundur komst í fréttirnar á dögunum þegar Fréttablaðið fjallaði um skoðun hans á „sous vide“-æðinu. Líkti hann kaupum á tækjunum við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Guðmundur fer ekki leynt með skoðun sína á nýjasta æði Íslendinga. Þekkir Biblíuna út og inn Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa. Ráðningar Tengdar fréttir Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum að því er segir í tilkynningu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Guðmundur komst í fréttirnar á dögunum þegar Fréttablaðið fjallaði um skoðun hans á „sous vide“-æðinu. Líkti hann kaupum á tækjunum við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Guðmundur fer ekki leynt með skoðun sína á nýjasta æði Íslendinga. Þekkir Biblíuna út og inn Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa.
Ráðningar Tengdar fréttir Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00