Skarð Dagnýjar vandfyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn