Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 15:17 Donald Trump er sagður fullur bræði yfir nýrri bók Michaels Wolff um vendingar innan Hvíta hússins. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52