Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 10:34 Steve Bannon var aðalráðgjafi Trump en yfirgaf Hvíta húsið í ágúst. Hann hefur síðan einbeitt sér að því að reyna að færa Repúblikanaflokkinn út á þjóðernispopúlískar brautir. Vísir/AFP Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52