Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 21:15 Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Heilsa Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilsa Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira