Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. janúar 2018 20:30 Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira