Ásmundur hyggst ganga Suðurkjördæmi enda á milli Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. janúar 2018 14:44 Ásmundur Friðriksson gekk fyrsta áfangann í gær. Vísir/Pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi. Alþingi Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi.
Alþingi Stj.mál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira