Engin banaslys í áætlunarflugi milli landa árið 2017 Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 1. janúar 2018 21:30 Engin farþegaþota í millilandaflugi fórst árið 2017. Vísir/AFP Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira