Byrjar nýja árið á því að saka Pakistan um „lygar og svik“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 18:48 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian.
Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57
Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15