Snúa sér að Kína og Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 17:00 Bandarískir hermenn við æfingar í Eistlandi. Vísir/Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis. Bandaríkin Eistland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis.
Bandaríkin Eistland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira