Sögðust hafa tekið stera vegna sólarlandaferðar en fengu enga miskunn hjá Áfrýjunardómstólnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:45 Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36
Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15