ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2018 18:41 Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara án þess að fulltrúar Primera hafi látið sjá sig á þeim fundum. Félagsdómur úrskurðaði í nóvember að boðuð vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands væri ólögmætt þar sem deilu félagsins við Primera Air hefði aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara til úrlausnar. Forráðamenn Primera telja sig ekki vera á íslenskum vinnumarkaði. Félagið hafi heldur enga flugliða á launaskrá og því séu engir starfsmenn hjá félaginu félagar í Flugfreyjufélagi Íslands. Þess vegna sé ekki um neitt að semja við Primera Air á Íslandi. Magnús Norðdahl lögfræðingur Alþýðusambandsins segir persónuverndarlög verja aðild fólks að verkalýðsfélögum. „Verkalýðshreyfingin er nú einmitt starfandi og verkalýðsfélög voru stofnuð til þess að verja einstaklinga. Þannig að þú þurfir ekki að etja einstaklingum fram í átökum við atvinnurekendur. Þess vegna semjum við sameiginlega í kjarasamningum. Þess vegna er það að krefjast að lagðir séu fram nafnalistar yfir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu í þessu sambandi fáránlegt,“ segir Magnús. Þegar reynt er að ná sambandi við fyrirtækið svarar þjónustufulltrúi í útlöndum sem veit ekki hvort Primera hafi yfirleitt skrifstofu, hvar hún þá væri og hefur engar upplýsingar um hvernig hægt væri að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir Primera ekki hafa sent fulltrúa sína á fjóra boðaða samningafundi með fulltrúum Flugfreyjufélagins hjá Ríkissáttasemjara. „Vandinn í þessu máli er þessi ágreiningur um hvort að fyrirtækið tilheyri íslenskum vinnumarkaði. Ég vonast til að úr honum verði leyst fyrr eða síðar. Það er ekki á mínu borði. Það yrði væntanlega Félagsdómur sem myndi skera úr um það. Vonandi skýrist það fyrr en síðar og við kannski metum okkar stöðu líka í ljósi þess,“ segir Bryndís. Í yfirlýsingu boðar Primera einmitt að félagið muni vísa málinu til Félagsdóms en næsti samningafundur hefur verið boðaður hinn 7. febrúar.Segir Primera eiga að lúta sömu reglum og önnur flugfélögFélagið fær alla sína flugliða í gegnum erlenda starfsmannaleigu sem Magnús Norðdahl segir Alþýðusambandinu ekki hafa tekist að finna. „Við teljum að þeir séu á íslenskum vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að þetta er fyrirtæki skráð á evrópska efnahagssvæðinu sem kemur til Íslands til að veita þjónustu á Íslandi og frá Íslandi. Er hér með starfsmenn í tvo til þrjá mánuði í einu. Er að fljúga farþegum frá Íslandi og til baka í nákvæmlega sömu starfsemi og aðrir eru að rækja hér á Íslandi. Sem telja sig og heyra undir íslenskan vinnumarkað. Um þá gilda bara ekkert aðrar reglur en um önnur fyrirtæki sem starfa á Íslandi,“ segir Magnús. Önnur erlend flugfélög sem fljúgi til Íslands skrái sig í öðrum löndum og geri starfsemi sína út frá þeim og fari að lögum þeirra landa. En Primera geri út frá Íslandi varðandi flug þaðan.Hvað getur það gengið lengi að einungis annar aðilinn mæti til samningafunda?„Að lokum kemur að því að aðili sest til samninga. Til þess þarf þá að þvinga hann. Það er það sem er í gangi núna og við erum að undirbúa að það verði farið af stað að nýju með verkfallsaðgerðir á hendur þessu fyrirtæki,“ segir Magnús. Boðað verði til þeirra aðgerða á næstunni. Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara án þess að fulltrúar Primera hafi látið sjá sig á þeim fundum. Félagsdómur úrskurðaði í nóvember að boðuð vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands væri ólögmætt þar sem deilu félagsins við Primera Air hefði aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara til úrlausnar. Forráðamenn Primera telja sig ekki vera á íslenskum vinnumarkaði. Félagið hafi heldur enga flugliða á launaskrá og því séu engir starfsmenn hjá félaginu félagar í Flugfreyjufélagi Íslands. Þess vegna sé ekki um neitt að semja við Primera Air á Íslandi. Magnús Norðdahl lögfræðingur Alþýðusambandsins segir persónuverndarlög verja aðild fólks að verkalýðsfélögum. „Verkalýðshreyfingin er nú einmitt starfandi og verkalýðsfélög voru stofnuð til þess að verja einstaklinga. Þannig að þú þurfir ekki að etja einstaklingum fram í átökum við atvinnurekendur. Þess vegna semjum við sameiginlega í kjarasamningum. Þess vegna er það að krefjast að lagðir séu fram nafnalistar yfir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu í þessu sambandi fáránlegt,“ segir Magnús. Þegar reynt er að ná sambandi við fyrirtækið svarar þjónustufulltrúi í útlöndum sem veit ekki hvort Primera hafi yfirleitt skrifstofu, hvar hún þá væri og hefur engar upplýsingar um hvernig hægt væri að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir Primera ekki hafa sent fulltrúa sína á fjóra boðaða samningafundi með fulltrúum Flugfreyjufélagins hjá Ríkissáttasemjara. „Vandinn í þessu máli er þessi ágreiningur um hvort að fyrirtækið tilheyri íslenskum vinnumarkaði. Ég vonast til að úr honum verði leyst fyrr eða síðar. Það er ekki á mínu borði. Það yrði væntanlega Félagsdómur sem myndi skera úr um það. Vonandi skýrist það fyrr en síðar og við kannski metum okkar stöðu líka í ljósi þess,“ segir Bryndís. Í yfirlýsingu boðar Primera einmitt að félagið muni vísa málinu til Félagsdóms en næsti samningafundur hefur verið boðaður hinn 7. febrúar.Segir Primera eiga að lúta sömu reglum og önnur flugfélögFélagið fær alla sína flugliða í gegnum erlenda starfsmannaleigu sem Magnús Norðdahl segir Alþýðusambandinu ekki hafa tekist að finna. „Við teljum að þeir séu á íslenskum vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að þetta er fyrirtæki skráð á evrópska efnahagssvæðinu sem kemur til Íslands til að veita þjónustu á Íslandi og frá Íslandi. Er hér með starfsmenn í tvo til þrjá mánuði í einu. Er að fljúga farþegum frá Íslandi og til baka í nákvæmlega sömu starfsemi og aðrir eru að rækja hér á Íslandi. Sem telja sig og heyra undir íslenskan vinnumarkað. Um þá gilda bara ekkert aðrar reglur en um önnur fyrirtæki sem starfa á Íslandi,“ segir Magnús. Önnur erlend flugfélög sem fljúgi til Íslands skrái sig í öðrum löndum og geri starfsemi sína út frá þeim og fari að lögum þeirra landa. En Primera geri út frá Íslandi varðandi flug þaðan.Hvað getur það gengið lengi að einungis annar aðilinn mæti til samningafunda?„Að lokum kemur að því að aðili sest til samninga. Til þess þarf þá að þvinga hann. Það er það sem er í gangi núna og við erum að undirbúa að það verði farið af stað að nýju með verkfallsaðgerðir á hendur þessu fyrirtæki,“ segir Magnús. Boðað verði til þeirra aðgerða á næstunni.
Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45