Vilja bæta samfélagið með þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 13:45 Frá leik Leiknis þar sem krakkar með ólíkan uppruna fengu að leiða leikmenn inn á völlinn. Vísir/Ernir Reykjavíkurborg ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í Breiðholti þar sem stefnt er að því að fjölga börnum á aldrinum 7-15 ára í íþróttum með sérstökum áherslum á börn af erlendum uppruna. Verkefnið ber heitið TUFF sem stendur fyrir The Unity of Faiths Foundation og gengur út á að nota tómstundir og íþróttir markvisst til þess að styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna og ungmenna, kynna viðurkennd gildi íslensks samfélags og grunnréttindi þeirra og skyldur. TUFF hefur skipulagt sambærileg verkefni víðsvegar í London frá árinu 2013 ásamt því að reka þau í Brussel og Ástralíu. Á heimasíðu TUFF segir að takmark verkefnisins sé að sameina fólk úr öllum öngum samfélagsins óháð trúarbrögðum eða menningar- og félagslegum bakgrunni. Hverfisstjóri Breiðholts, Óskar Dýrmundur Ólafsson, fer með umsjón verkefnisins sem er rekið af Reykjavíkurborg. Þjónustumiðstöðin í Breiðholti mun stýra verkefninu en að því koma grummskólar, tómstundamiðstöðvar, íþróttafélög, Lögreglustjórinn í Reykjavík, mannréttindaskrifstofa, ÍTR og ÍBR. Þá hafa ÍSÍ og KSÍ lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts„Þetta er nálgun sem hefur ekki verið reynd hér áður. Við þekkjum vel til íþróttastarfs hér á Íslandi, sem er frábært og uppbyggilegt, en við erum að horfa upp á það að samfélagið er að breytast. Breytingin birtist sérstaklega í borgum, það eru margir nýir að flytjast í Breiðholtið alls staðar að úr heiminum,“ sagði Óskar Dýrmundur í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni. „Við viljum vinna að því að fá krakkana til þess að starfa betur saman og tala betur saman í gegnum íþróttir. Víðast hefur það verið fótbolti, en þetta fellur undir allar íþróttir.“ Hann sagði að þó að aðalmarkmið verkefnisins sé ekki að fjölga krökkum í fótbolta í Leikni og ÍR þá sé ætlast til þess að með verkefninu fjölgi krökkum í íþróttum. „Íþróttir eru grunnurinn að góðu forvarnarstarfi og undirbýr fólk fyrir lífið.“ „Aðalmarkmiðið er það að fá krakkana til þess að skilja betur hvort annað og þá foreldrana í leiðinni. Verkefnið á að ganga út á það að styðja börnin til þess að verða betri manneskjur sem taka þátt í samfélaginu fyrir sig, fjölskyldu sína og fyrir Ísland,“ sagði Óskar. Unnið verður með öllum trúfélögum samfélagsins en þrátt fyrir að TUFF standi fyrir Unity of Faiths þá er þetta ekki trúarlegt verkefni. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 5 milljónir króna. Verkefnið er þriggja mánaða prógramm sem er ekki hafið enn þó undirbúningsvinna sé komin af stað. Það mun hefjast með því að bjóða þjálfurum og þeim sem koma að starfi með börnum og unglingum á námskeið, jafnframt sem verður farið í kynningar í grunnskólunum. Óskar vildi ítreka það að þó áherslan sé á að ná til barna af erlendum uppruna þá sér verkefnið opið öllum börnum í Breiðholti, íslenskum eða erlendum. „Íþróttahreyfingin hefur virkilega tekið þetta verkefni í fangið og það er áhugavert að vinna í gegnum þennan miðil sem íþróttirnar eru til þess að hjálpa einstaklingum að þroskast og bæta samfélagið í leiðinni,“ sagði Óskar Dýrmundur Ólafsson. Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í Breiðholti þar sem stefnt er að því að fjölga börnum á aldrinum 7-15 ára í íþróttum með sérstökum áherslum á börn af erlendum uppruna. Verkefnið ber heitið TUFF sem stendur fyrir The Unity of Faiths Foundation og gengur út á að nota tómstundir og íþróttir markvisst til þess að styrkja sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna og ungmenna, kynna viðurkennd gildi íslensks samfélags og grunnréttindi þeirra og skyldur. TUFF hefur skipulagt sambærileg verkefni víðsvegar í London frá árinu 2013 ásamt því að reka þau í Brussel og Ástralíu. Á heimasíðu TUFF segir að takmark verkefnisins sé að sameina fólk úr öllum öngum samfélagsins óháð trúarbrögðum eða menningar- og félagslegum bakgrunni. Hverfisstjóri Breiðholts, Óskar Dýrmundur Ólafsson, fer með umsjón verkefnisins sem er rekið af Reykjavíkurborg. Þjónustumiðstöðin í Breiðholti mun stýra verkefninu en að því koma grummskólar, tómstundamiðstöðvar, íþróttafélög, Lögreglustjórinn í Reykjavík, mannréttindaskrifstofa, ÍTR og ÍBR. Þá hafa ÍSÍ og KSÍ lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts„Þetta er nálgun sem hefur ekki verið reynd hér áður. Við þekkjum vel til íþróttastarfs hér á Íslandi, sem er frábært og uppbyggilegt, en við erum að horfa upp á það að samfélagið er að breytast. Breytingin birtist sérstaklega í borgum, það eru margir nýir að flytjast í Breiðholtið alls staðar að úr heiminum,“ sagði Óskar Dýrmundur í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni. „Við viljum vinna að því að fá krakkana til þess að starfa betur saman og tala betur saman í gegnum íþróttir. Víðast hefur það verið fótbolti, en þetta fellur undir allar íþróttir.“ Hann sagði að þó að aðalmarkmið verkefnisins sé ekki að fjölga krökkum í fótbolta í Leikni og ÍR þá sé ætlast til þess að með verkefninu fjölgi krökkum í íþróttum. „Íþróttir eru grunnurinn að góðu forvarnarstarfi og undirbýr fólk fyrir lífið.“ „Aðalmarkmiðið er það að fá krakkana til þess að skilja betur hvort annað og þá foreldrana í leiðinni. Verkefnið á að ganga út á það að styðja börnin til þess að verða betri manneskjur sem taka þátt í samfélaginu fyrir sig, fjölskyldu sína og fyrir Ísland,“ sagði Óskar. Unnið verður með öllum trúfélögum samfélagsins en þrátt fyrir að TUFF standi fyrir Unity of Faiths þá er þetta ekki trúarlegt verkefni. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 5 milljónir króna. Verkefnið er þriggja mánaða prógramm sem er ekki hafið enn þó undirbúningsvinna sé komin af stað. Það mun hefjast með því að bjóða þjálfurum og þeim sem koma að starfi með börnum og unglingum á námskeið, jafnframt sem verður farið í kynningar í grunnskólunum. Óskar vildi ítreka það að þó áherslan sé á að ná til barna af erlendum uppruna þá sér verkefnið opið öllum börnum í Breiðholti, íslenskum eða erlendum. „Íþróttahreyfingin hefur virkilega tekið þetta verkefni í fangið og það er áhugavert að vinna í gegnum þennan miðil sem íþróttirnar eru til þess að hjálpa einstaklingum að þroskast og bæta samfélagið í leiðinni,“ sagði Óskar Dýrmundur Ólafsson.
Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira