Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. janúar 2018 10:42 Lárus Welding hefur verið fastagestur í dómsal undanfarin ár í hrunmálum sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara. Vísir/Anton Brink Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. Lárus er ákærður fyrir að hafa lagt línurnar fyrir kerfisbundna markaðsmisnotkun deildar eigin viðskipta hjá bankanum. Þá er hann einnig ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis. Lánin voru veitt í maí 2008 og voru upp á samtals 6,7 milljarða króna en voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni sem bankinn átti sjálfur. Í máli sínu gerði Lárus töluverðar athugasemdir við mál Björns Þorvaldssonar saksóknara og telur hann málið hafa verið illa rannsakað og gerði athugasemdir við framsetningu gagna. Sagði hann að rannsókn mála á hendur honum hafi farið fram með nokkru offorsi, enda embætti sérstaks saksóknara stofnað til að finna refsivert athæfi.Starfsmenn bankans farið eftir lögum Sagðist Lárus fullviss um að starfsmenn bankans, meðal annars þeir starfsmenn deildar eigin viðskipta sem ákærðir eru í málinu, hafi farið eftir verklagi bankans en hafi ekki hreyft við því þegar hann tók til starfa hjá Glitni árið 2007. „Það eru nefnilega fjölmörg dæmi í gögnum þessa máls þar sem augljóst er að starfsmenn bankans eru ekki að gera neitt annað en að fara eftir lögum og reglum,” sagði Lárus. „Þegar gefist hefur tóm til að líta til baka er mér ljóst að víðtæk viðskipti stórrar fjármálastofnunar með eigin hlutabréf eru óheppileg. Lagabreyting árið 2010 til að gera þessi viðskipti ólögleg var nauðsynleg og skynsamleg.” Lárus sagði þó að varhugavert væri að dæma menn fyrir brot sem áttu sér stað áður en viðskiptin urðu ólögleg og sagði að innri og ytri eftirlitsstofnanir, þar á meðal Fjármálaeftirlitið, hefðu verið meðvitaðar um viðskiptin.Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni.Vísir/Anton BrinkGat ekki gert grein fyrir fjölda kauptilboða Aðspurður sagðist Lárus ekki geta útskýrt tilgang og markmið deildar eigin viðskipta, það hafi ekki verð hans sérsvið og hann því ekki ákveðið að setja sig sérstaklega inn í mál deildarinnar. Þá gat hann ekki útskýrt hvers vegna deildin gerði umtalsvert fleiri kauptilboð í eigin bréf bankans heldur en sölutilboð og gat ekki svarað til um hver hefði gefið fyrirmæli um slíkt. Þá sagðist hann ekki hafa vitað um formlega eða óformlega viðskiptavakt bankans. „Ég þekkti þessi viðskipti ekki, þannig ég veit í raun ekki hvernig ég leit á þau en ég minnist þess ekki að hafa litið á að það væri einhver viðskiptavaki í gangi.“Óheppilegt fyrirkomulag Aðspurður um orð sín í skýrslu hjá lögreglu um að allir íslenskir bankar hafi „de facto“ verið viðskiptavakar í eigin bréfum sagðist Lárus telja að hann hafi átt við að allir bankarnir hafi verið virkir í viðskiptum með eigin bréf. „Það skiljum við öll í dag að er óheppilegt fyrirkomulag enda hefur lögum um það verið breytt. Fyrirkomulagið var öllum kunnugt,“ sagði Lárus. „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt enda er búið að breyta lögunum.“ Lárus sagðist telja það ósanngjarnt að gera kröfu um að starfsmenn bankans hafi að eigin frumkvæði átt að gera sér grein fyrir að viðskiptavakt bankans hafi verið vafasöm, sérstaklega gagnvart þeim sem ákærðir eru í málinu sem hafi allir hafið störf hjá bankanum árið 2007. Aðspurður út í tölvupóstsamskipti snemma árs 2008 þar sem honum er gert grein fyrir þungri stöðu bankans í eigin viðskiptum og meðal annars að erlendir bankar hafi ekki viljað aðstoða bankann sagðist Lárus ekki sérstaklega muna eftir því að hafa verið í reglubundnum samskiptum við fjármálastjóra bankans þar sem hann var upplýstur um stöðu bankans í eigin viðskiptum.Uppfært klukkan 11:34Haft var eftir Lárusi að fyrirkomulag í bankanum hefði verið óábyrgt. Hann sagði hins vegar óheppislegt. Beðist er velvirðingar á þessu. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er algjörlega kominn á botninn“ Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, segir fall bankans hafa verið mikið áfall. 17. janúar 2018 17:00 Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. Lárus er ákærður fyrir að hafa lagt línurnar fyrir kerfisbundna markaðsmisnotkun deildar eigin viðskipta hjá bankanum. Þá er hann einnig ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis. Lánin voru veitt í maí 2008 og voru upp á samtals 6,7 milljarða króna en voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni sem bankinn átti sjálfur. Í máli sínu gerði Lárus töluverðar athugasemdir við mál Björns Þorvaldssonar saksóknara og telur hann málið hafa verið illa rannsakað og gerði athugasemdir við framsetningu gagna. Sagði hann að rannsókn mála á hendur honum hafi farið fram með nokkru offorsi, enda embætti sérstaks saksóknara stofnað til að finna refsivert athæfi.Starfsmenn bankans farið eftir lögum Sagðist Lárus fullviss um að starfsmenn bankans, meðal annars þeir starfsmenn deildar eigin viðskipta sem ákærðir eru í málinu, hafi farið eftir verklagi bankans en hafi ekki hreyft við því þegar hann tók til starfa hjá Glitni árið 2007. „Það eru nefnilega fjölmörg dæmi í gögnum þessa máls þar sem augljóst er að starfsmenn bankans eru ekki að gera neitt annað en að fara eftir lögum og reglum,” sagði Lárus. „Þegar gefist hefur tóm til að líta til baka er mér ljóst að víðtæk viðskipti stórrar fjármálastofnunar með eigin hlutabréf eru óheppileg. Lagabreyting árið 2010 til að gera þessi viðskipti ólögleg var nauðsynleg og skynsamleg.” Lárus sagði þó að varhugavert væri að dæma menn fyrir brot sem áttu sér stað áður en viðskiptin urðu ólögleg og sagði að innri og ytri eftirlitsstofnanir, þar á meðal Fjármálaeftirlitið, hefðu verið meðvitaðar um viðskiptin.Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni.Vísir/Anton BrinkGat ekki gert grein fyrir fjölda kauptilboða Aðspurður sagðist Lárus ekki geta útskýrt tilgang og markmið deildar eigin viðskipta, það hafi ekki verð hans sérsvið og hann því ekki ákveðið að setja sig sérstaklega inn í mál deildarinnar. Þá gat hann ekki útskýrt hvers vegna deildin gerði umtalsvert fleiri kauptilboð í eigin bréf bankans heldur en sölutilboð og gat ekki svarað til um hver hefði gefið fyrirmæli um slíkt. Þá sagðist hann ekki hafa vitað um formlega eða óformlega viðskiptavakt bankans. „Ég þekkti þessi viðskipti ekki, þannig ég veit í raun ekki hvernig ég leit á þau en ég minnist þess ekki að hafa litið á að það væri einhver viðskiptavaki í gangi.“Óheppilegt fyrirkomulag Aðspurður um orð sín í skýrslu hjá lögreglu um að allir íslenskir bankar hafi „de facto“ verið viðskiptavakar í eigin bréfum sagðist Lárus telja að hann hafi átt við að allir bankarnir hafi verið virkir í viðskiptum með eigin bréf. „Það skiljum við öll í dag að er óheppilegt fyrirkomulag enda hefur lögum um það verið breytt. Fyrirkomulagið var öllum kunnugt,“ sagði Lárus. „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt enda er búið að breyta lögunum.“ Lárus sagðist telja það ósanngjarnt að gera kröfu um að starfsmenn bankans hafi að eigin frumkvæði átt að gera sér grein fyrir að viðskiptavakt bankans hafi verið vafasöm, sérstaklega gagnvart þeim sem ákærðir eru í málinu sem hafi allir hafið störf hjá bankanum árið 2007. Aðspurður út í tölvupóstsamskipti snemma árs 2008 þar sem honum er gert grein fyrir þungri stöðu bankans í eigin viðskiptum og meðal annars að erlendir bankar hafi ekki viljað aðstoða bankann sagðist Lárus ekki sérstaklega muna eftir því að hafa verið í reglubundnum samskiptum við fjármálastjóra bankans þar sem hann var upplýstur um stöðu bankans í eigin viðskiptum.Uppfært klukkan 11:34Haft var eftir Lárusi að fyrirkomulag í bankanum hefði verið óábyrgt. Hann sagði hins vegar óheppislegt. Beðist er velvirðingar á þessu.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er algjörlega kominn á botninn“ Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, segir fall bankans hafa verið mikið áfall. 17. janúar 2018 17:00 Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er algjörlega kominn á botninn“ Jóhannes Baldursson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis, segir fall bankans hafa verið mikið áfall. 17. janúar 2018 17:00
Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það, sagði Pétur Jónasson einn ákærðu í málinu. Hann segir málið hafa haft áhrif á fjölskylduna og sálarlíf. 17. janúar 2018 12:17
Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11