YouTube-stjarna lagði fyrrverandi kærasta sinn fyrir dómi í hefndarklámsmáli Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 22:15 Chrissy Chambers, til vinstri, ásamt unnustu sinni Bria Kam en saman framleiða þær tónlistar- og grínmyndbönd sem þær birta á myndbandavefnum YouTube við miklar vinsældir. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasti bandarískrar YouTube-stjörnu hefur verið dæmdur að greiða henni bætur fyrir að hafa birt myndband á Netinu sem sýndi þau tvö stunda kynlíf. Bandaríska YouTube-stjarnan heitir Chrissy Chambers en hún gerðist ötull talsmaður gegn hefndarklámi eftir að hún frétti af því að myndbönd af henni og fyrrverandi kærasta hennar væru í dreifingu á netinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá niðurstöðu dómsins sem var kveðinn upp í London, en kærastinn fyrrverandi er breskur. Þar kemur fram að kærastinn fyrrverandi, sem er ekki nefndur á nafn, hafi gengist við brotinu fyrir rétti. Hann samþykkti einnig að greiða bætur og málskostnað beggja aðila. Lögmenn Chambers vildu ekki nefna nákvæma tölu þegar BBC spurði hversu háar bæturnar eru en sögðu þó að upphæðin væri talsverð.„Þið getið varið ykkur og haft sigur“ „Þessi dómur er í raun aðvörun fyrir þá sem eru að íhuga að kúga og skaða með hefndarklámi. Þú kemst ekki upp með þetta án þess að verða refsað og þú verður látinn bera ábyrgð á gjörðum þínum,“ sagði Chambers eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Til allra þeirra sem hafa orðið fyrir svona árás. Ég er hér til að segja við ykkur: Þið getið varið ykkur og haft sigur. Sár ykkar munu gróa og þið getið horft fram á við og þið þurfið ekki að standa í þessari baráttu ein,“ sagði hún ennfremur.Chrissy bað Briu um að giftast sér þegar niðurstað dómsins var ljós í dag.Vísir/GettyBað kærustu sinnar Chambers fagnaði þessari niðurstöðu með því að biðja kærustu sína Bria Kam, sem er einnig YouTube-stjarna, um að giftast sér þar sem þær stóðu í tröppum dómshússins í London. Kam gekkst við bónorðinu. Árið 2015 var hefndarklám skilgreint sem glæpsamlegt athæfi í lögum Englands og Wales. Chambers sagði þó að þessi lagabreyting hefði ekki komið sér að gagni því hún var ekki afturvirk.Níu ár frá því myndböndin voru tekin upp Kærastinn hennar fyrrverandi hafði myndað þau í september árið 2009 á heimili Chambers í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann birti sex myndbönd á klámsíðu í desember sama ár og í janúar árið 2012 eftir að þau höfðu hætt saman. Chambers var nefnd á nafn í titli nokkurra myndbanda og var aldur hennar tekinn fram, en hún var átján ára þegar þau voru tekin upp.Bria og Chrissy á góðgerðasamkomu iHeart Radio í Bandaríkjunum.Vísir/GettyChambers, sem er 26 ára í dag, sagðist ekki hafa vitað af því að kærastinn hefði myndað þau. Hún komst að tilvist myndbandanna í júní árið 2013. Kærastinn fyrrverandi átti myndböndin og því gat hún ekki neytt eigendur klámsíðunnar til að fjarlægja þau. Hún sagði að fjöldi afrita hafa verið tekinn af myndböndunum sem síðan var deilt á öðrum síðum.Hópfjarmagnaði einkamálsókn Hún hafði reynt að fá málið í ferli í gegnum lögreglu en það hafi ekki gengið upp. Hún ákvað því að hefja hópfjármögnun sem skilaði henni tæpum 37 þúsund dölum, eða því sem nemur um 3,8 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, sem gerði það að verkum að hún hafði efni á að höfða einkamál á hendur fyrrverandi kærasta síns. Við réttarhöldin greindi lögmaður Chambers frá því að margir af fylgjendum hennar hefðu haldið að hún hefði viljandi tekið þátt í því að mynda klámfengið efni og að hún hafi fengið skilaboð frá einhverjum fylgjendum þar sem þeir sögðust ekki vilja fylgjast lengur með henni á YouTube vegna þessa. Lögmaðurinn sagði jafnframt frá því að Chambers þjáðist af áfallastreituröskun vegna málsins. Kærastinn fyrrverandi samþykkti að eyða öllu myndefni sem hann á af Chambers og að gefa frá sér réttindi á þeim myndböndunum sem hann hafði birt á klámsíðum. Það þýðir að Chambers getur nú farið fram á að síðurnar eyði þessum myndböndunum. I could not be more elated to announce today that I won my revenge porn case and also asked the most incredible girl to marry me. That's right -WE WON AND BRIA AND I ARE ENGAGED!!!!! A post shared by Chrissy Chambers (@chrissychambers) on Jan 17, 2018 at 6:45am PST Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fyrrverandi kærasti bandarískrar YouTube-stjörnu hefur verið dæmdur að greiða henni bætur fyrir að hafa birt myndband á Netinu sem sýndi þau tvö stunda kynlíf. Bandaríska YouTube-stjarnan heitir Chrissy Chambers en hún gerðist ötull talsmaður gegn hefndarklámi eftir að hún frétti af því að myndbönd af henni og fyrrverandi kærasta hennar væru í dreifingu á netinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá niðurstöðu dómsins sem var kveðinn upp í London, en kærastinn fyrrverandi er breskur. Þar kemur fram að kærastinn fyrrverandi, sem er ekki nefndur á nafn, hafi gengist við brotinu fyrir rétti. Hann samþykkti einnig að greiða bætur og málskostnað beggja aðila. Lögmenn Chambers vildu ekki nefna nákvæma tölu þegar BBC spurði hversu háar bæturnar eru en sögðu þó að upphæðin væri talsverð.„Þið getið varið ykkur og haft sigur“ „Þessi dómur er í raun aðvörun fyrir þá sem eru að íhuga að kúga og skaða með hefndarklámi. Þú kemst ekki upp með þetta án þess að verða refsað og þú verður látinn bera ábyrgð á gjörðum þínum,“ sagði Chambers eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Til allra þeirra sem hafa orðið fyrir svona árás. Ég er hér til að segja við ykkur: Þið getið varið ykkur og haft sigur. Sár ykkar munu gróa og þið getið horft fram á við og þið þurfið ekki að standa í þessari baráttu ein,“ sagði hún ennfremur.Chrissy bað Briu um að giftast sér þegar niðurstað dómsins var ljós í dag.Vísir/GettyBað kærustu sinnar Chambers fagnaði þessari niðurstöðu með því að biðja kærustu sína Bria Kam, sem er einnig YouTube-stjarna, um að giftast sér þar sem þær stóðu í tröppum dómshússins í London. Kam gekkst við bónorðinu. Árið 2015 var hefndarklám skilgreint sem glæpsamlegt athæfi í lögum Englands og Wales. Chambers sagði þó að þessi lagabreyting hefði ekki komið sér að gagni því hún var ekki afturvirk.Níu ár frá því myndböndin voru tekin upp Kærastinn hennar fyrrverandi hafði myndað þau í september árið 2009 á heimili Chambers í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann birti sex myndbönd á klámsíðu í desember sama ár og í janúar árið 2012 eftir að þau höfðu hætt saman. Chambers var nefnd á nafn í titli nokkurra myndbanda og var aldur hennar tekinn fram, en hún var átján ára þegar þau voru tekin upp.Bria og Chrissy á góðgerðasamkomu iHeart Radio í Bandaríkjunum.Vísir/GettyChambers, sem er 26 ára í dag, sagðist ekki hafa vitað af því að kærastinn hefði myndað þau. Hún komst að tilvist myndbandanna í júní árið 2013. Kærastinn fyrrverandi átti myndböndin og því gat hún ekki neytt eigendur klámsíðunnar til að fjarlægja þau. Hún sagði að fjöldi afrita hafa verið tekinn af myndböndunum sem síðan var deilt á öðrum síðum.Hópfjarmagnaði einkamálsókn Hún hafði reynt að fá málið í ferli í gegnum lögreglu en það hafi ekki gengið upp. Hún ákvað því að hefja hópfjármögnun sem skilaði henni tæpum 37 þúsund dölum, eða því sem nemur um 3,8 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, sem gerði það að verkum að hún hafði efni á að höfða einkamál á hendur fyrrverandi kærasta síns. Við réttarhöldin greindi lögmaður Chambers frá því að margir af fylgjendum hennar hefðu haldið að hún hefði viljandi tekið þátt í því að mynda klámfengið efni og að hún hafi fengið skilaboð frá einhverjum fylgjendum þar sem þeir sögðust ekki vilja fylgjast lengur með henni á YouTube vegna þessa. Lögmaðurinn sagði jafnframt frá því að Chambers þjáðist af áfallastreituröskun vegna málsins. Kærastinn fyrrverandi samþykkti að eyða öllu myndefni sem hann á af Chambers og að gefa frá sér réttindi á þeim myndböndunum sem hann hafði birt á klámsíðum. Það þýðir að Chambers getur nú farið fram á að síðurnar eyði þessum myndböndunum. I could not be more elated to announce today that I won my revenge porn case and also asked the most incredible girl to marry me. That's right -WE WON AND BRIA AND I ARE ENGAGED!!!!! A post shared by Chrissy Chambers (@chrissychambers) on Jan 17, 2018 at 6:45am PST
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira