Kínverjar hafa ekki áhuga á Last Jedi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:20 Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira