Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:59 Frá upphafi aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00