Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“ Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði fjölda fólks sem sat fast í óveðri á Mosfellsheiði. Skyggni var einungis um tíu metrar. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld. Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29
Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent