Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 18:45 Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia Vísir/Vilhelm Gunnarsson Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira