Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2018 12:23 Kvenprestar krefjast breytingar á vinnuumhverfi sínu undir merkjum MeToo. Vísir/ernir Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum, en 65 kvenprestar skrifuðu undir yfirlýsingu undir merkjum MeToo í dag. 65 frásagnir fylgja yfirlýsingunni þar sem þær skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót varðandi vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra, í kirkjunni. Ein konan segir frá því að hún hafi mætt berfætt í sandölum til vinnu eitt sumar. Skömmu eftir að hún hafi sest inn á skrifstofu hafi kollegi hennar komið inn og fengið sér sæti. „Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fót minn og sleikti á mér tærnar. Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni,“ skrifar hún. Önnur segir frá svipuðu atviki sem átti sér stað í kaffitíma. „Þar sem við sátum saman í kaffinu spurði kollegi mig hvort hann ætti ekki að nudda á mér fæturna. Ég væri eitthvað svo þreytuleg og hann taldi að það gæti gert mér gott. Ég hélt að hann væri að grínast og sagði bara nei takk en þá tók hann um annan fótlegg minn, lyfti honum upp í kjöltu sína, færði mig úr skónum og nuddaði á mér tær og fót. Ég bara fraus.“ Önnur segir frá atviki sem átti sér stað þegar hún veitti öldruðum ekkjumanni sálgæslu. „Á meðan sorgarvinnunni stóð reyndi hann ítrekað að kyssa mig og bjóða mér ást sína. Hann hringdi heim til mín jafnt daga sem nætur í marga mánuði og hótaði að fyrirfara sér ef ég þýddist hann ekki. Á endanum varð ég að ræða við aðstandendur hans um þetta atferli og þá fyrst fékk ég frið.“Fannst hún skítug Margar frásagnir snúa að því að konunum finnist þær ekki velkomnar í preststéttina og að litið sé niður á þær vegna kyns þeirra. Þannig segir ein konan frá því að snemma á ferli sínum hafi hún verið starfandi á svæði sem var erfitt yfirferðar og þá sérstaklega á veturnar. Þá hafi hún eitt sinn verið spurð af eldri karlkyns kollega hvort hún hefði góðan bílstjóra. Hún hafi neitað því enda séð um sínar bílferðir sjálf. „Sennilega hefur eitthvað hnussað í mér enda þótti mér spurningin fáránleg. Þá strauk hann mér um vangann eins og ég væri barn og sagði (með rómi eins og hann hefði gleypt smjörklípu): ,,Þú ert svo dugleg vinan”.“ Aðrar konur segja frá því að hringt sé í kollega og spurt út í hæfni þeirra, þær gagnrýndar fyrir útlit og þeim tjáð að fólk heyri ekki í kvenprestum eða að þjónustu þeirra sé ekki óskað vegna kyns þeirra. „Ég minnist mannsins sem sagði að hann hefði farið inn á klósettið í kirkjunni eftir að ég var þar. Hann vildi vita hvernig prestur gæti blesssð söfnuðinn þegar hún væri á túr. Fyrstu mánuðina og árin eftir að þetta gerðist hugsaði ég um þetta í hvert skipti sem mér blæddi. Ég sá andlitið á honum fyrir mér og fannst ég skítug,“ skrifar ein. „Ég lendi reglulega í því að vera kölluð ,,stelpan”. Aldrei eru karlkyns kollegar mínir kallaðir ,,strákurinn”. Það er talað öðruvísi um okkur konurnar og við okkur. Eins eru sóknarbörnin mín mjög upptekin af þyngdinni minni, ræða reglulega við mig í messukaffinu um hvort ég hafi þyngst eða lést undanfarið og hvernig ég líti almennt út þann daginn. Hvernig ég er klædd og greidd. Útlit mitt virðist skipta mörg þeirra meira máli en hvernig ég er að standa mig í starfi,“ skrifar önnur.Stakk tungunni upp í kollega Nokkrar kvennanna lýsa kynferðislegri áreitni, bæði af hendi samstarfsmanna sinna og sóknarbarna. „Eitt sinn sat ég fund presta að kvöldi til. Við sátum öll í hring. Ég var í frekar stuttu pilsi og karlprófasturinn sem sat við hliðina á mér gat ekki tekið augun af hnjákollunum á mér. Eftir nokkra stund þóttist hann reka sig í mig og lagði höndina á lærið á mér. Ég var viðbúin, greip lúkuna á honum og skellti henni á hans eigin læri með miklum tilþrifum. Allir í hópnum tóku eftir þessu og ráku upp skellihlátur sem varð til þess að guðsmaðurinn rauk á dyr. Aldrei baðst hann afsökunar og ég átti ekki von á því. Hitt þótti mér verra og særði mig mikið að margir úr hópnum komu að máli við mig eftir þetta atvik, sumir rifjuðu það upp nokkrum árum síðar. Öllum bar þeim saman um að ég hefði niðurlægt gamlan kollega. Engum þeim sem ég ræddi við fannst að hann hefði niðurlægt mig með því að káfa á mér,“ skrifar ein. „Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andliti sínu að mínu setur varir sínar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus. Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stingur tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu. Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess,“ skrifar önnur. MeToo Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum, en 65 kvenprestar skrifuðu undir yfirlýsingu undir merkjum MeToo í dag. 65 frásagnir fylgja yfirlýsingunni þar sem þær skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót varðandi vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra, í kirkjunni. Ein konan segir frá því að hún hafi mætt berfætt í sandölum til vinnu eitt sumar. Skömmu eftir að hún hafi sest inn á skrifstofu hafi kollegi hennar komið inn og fengið sér sæti. „Hann dásamaði skóna mína og spurði svo hvort ég vildi ekki fótanudd. Ég neitaði því. Áður en ég vissi af, steig hann upp úr stólnum, kraup fyrir framan mig, tók upp annan fót minn og sleikti á mér tærnar. Ég man að ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi með hann og hjartslátturinn dundi fyrir eyrum mér. Ég hef örugglega orðið mjög vandræðaleg en hann lét eins og þetta væri ekkert mál og gekk að svo búnu inn á skrifstofu sína. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór aldrei aftur berfætt í bandaskóm til vinnu á skrifstofu minni,“ skrifar hún. Önnur segir frá svipuðu atviki sem átti sér stað í kaffitíma. „Þar sem við sátum saman í kaffinu spurði kollegi mig hvort hann ætti ekki að nudda á mér fæturna. Ég væri eitthvað svo þreytuleg og hann taldi að það gæti gert mér gott. Ég hélt að hann væri að grínast og sagði bara nei takk en þá tók hann um annan fótlegg minn, lyfti honum upp í kjöltu sína, færði mig úr skónum og nuddaði á mér tær og fót. Ég bara fraus.“ Önnur segir frá atviki sem átti sér stað þegar hún veitti öldruðum ekkjumanni sálgæslu. „Á meðan sorgarvinnunni stóð reyndi hann ítrekað að kyssa mig og bjóða mér ást sína. Hann hringdi heim til mín jafnt daga sem nætur í marga mánuði og hótaði að fyrirfara sér ef ég þýddist hann ekki. Á endanum varð ég að ræða við aðstandendur hans um þetta atferli og þá fyrst fékk ég frið.“Fannst hún skítug Margar frásagnir snúa að því að konunum finnist þær ekki velkomnar í preststéttina og að litið sé niður á þær vegna kyns þeirra. Þannig segir ein konan frá því að snemma á ferli sínum hafi hún verið starfandi á svæði sem var erfitt yfirferðar og þá sérstaklega á veturnar. Þá hafi hún eitt sinn verið spurð af eldri karlkyns kollega hvort hún hefði góðan bílstjóra. Hún hafi neitað því enda séð um sínar bílferðir sjálf. „Sennilega hefur eitthvað hnussað í mér enda þótti mér spurningin fáránleg. Þá strauk hann mér um vangann eins og ég væri barn og sagði (með rómi eins og hann hefði gleypt smjörklípu): ,,Þú ert svo dugleg vinan”.“ Aðrar konur segja frá því að hringt sé í kollega og spurt út í hæfni þeirra, þær gagnrýndar fyrir útlit og þeim tjáð að fólk heyri ekki í kvenprestum eða að þjónustu þeirra sé ekki óskað vegna kyns þeirra. „Ég minnist mannsins sem sagði að hann hefði farið inn á klósettið í kirkjunni eftir að ég var þar. Hann vildi vita hvernig prestur gæti blesssð söfnuðinn þegar hún væri á túr. Fyrstu mánuðina og árin eftir að þetta gerðist hugsaði ég um þetta í hvert skipti sem mér blæddi. Ég sá andlitið á honum fyrir mér og fannst ég skítug,“ skrifar ein. „Ég lendi reglulega í því að vera kölluð ,,stelpan”. Aldrei eru karlkyns kollegar mínir kallaðir ,,strákurinn”. Það er talað öðruvísi um okkur konurnar og við okkur. Eins eru sóknarbörnin mín mjög upptekin af þyngdinni minni, ræða reglulega við mig í messukaffinu um hvort ég hafi þyngst eða lést undanfarið og hvernig ég líti almennt út þann daginn. Hvernig ég er klædd og greidd. Útlit mitt virðist skipta mörg þeirra meira máli en hvernig ég er að standa mig í starfi,“ skrifar önnur.Stakk tungunni upp í kollega Nokkrar kvennanna lýsa kynferðislegri áreitni, bæði af hendi samstarfsmanna sinna og sóknarbarna. „Eitt sinn sat ég fund presta að kvöldi til. Við sátum öll í hring. Ég var í frekar stuttu pilsi og karlprófasturinn sem sat við hliðina á mér gat ekki tekið augun af hnjákollunum á mér. Eftir nokkra stund þóttist hann reka sig í mig og lagði höndina á lærið á mér. Ég var viðbúin, greip lúkuna á honum og skellti henni á hans eigin læri með miklum tilþrifum. Allir í hópnum tóku eftir þessu og ráku upp skellihlátur sem varð til þess að guðsmaðurinn rauk á dyr. Aldrei baðst hann afsökunar og ég átti ekki von á því. Hitt þótti mér verra og særði mig mikið að margir úr hópnum komu að máli við mig eftir þetta atvik, sumir rifjuðu það upp nokkrum árum síðar. Öllum bar þeim saman um að ég hefði niðurlægt gamlan kollega. Engum þeim sem ég ræddi við fannst að hann hefði niðurlægt mig með því að káfa á mér,“ skrifar ein. „Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andliti sínu að mínu setur varir sínar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus. Einhverjum vikum síðar hittumst við aftur í sama rými og það sama gerist aftur, við föðmumst hann hélt mér þéttingsfast og stingur tungunni upp í mig. Ég brást illa við og bað hann um að ræða við mig undir fjögur augu. Ég sagði honum að þessi framkoma væri fyrir neðan allar hellur og mér væri gjörsamlega misboðið. Hann baðst afsökunar og lofaði að gera þetta ekki aftur. Í næstu skipti er við hittumst hafði hann á orði að hann þyrði ekki að faðma mig, ég svaraði því til að það væri gott að hann gerði ekki tilraun til þess,“ skrifar önnur.
MeToo Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira