„Ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er“ Ingvar Þór Björnsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 14. janúar 2018 20:43 Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori. Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori.
Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira