Leysum leikskólavandann Eyþór Arnalds skrifar 15. janúar 2018 07:00 Börn hafa ítrekað verið send heim af leikskólum Reykjavíkur vegna manneklu að undanförnu. Aðlögun barna hefur verið skert og deildir hafa lokað. Aðeins helmingur leikskóla í Reykjavík eru fullmannaðir. Enn vantar 46 stöðugildi og hundruð leikskólabarna hafa þurft að vera heima vegna þessa ástands. Þá er skortur á dagforeldrum sömuleiðis mikill í Reykjavík og margir foreldrar flytja yfir í önnur sveitarfélög vegna þessa. Vandinn er því bæði raunverulegur og mikill. Þetta þarf að leysa. Reykvískir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykjavíkurborgar að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín. Þeir eiga ekki að búa við það óöryggi að þurfa að fara úr vinnu fyrirvaralaust vegna undirmönnunar í leikskólunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar aldrei haft eins miklar tekjur og nú. Mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar stendur yfir og hefur Reykjavík því notið stóraukinna tekna bæði af útsvari, ferðamönnum og hækkandi fasteignasköttum. Stjórnkerfi Reykjavíkur hefur stækkað mikið samhliða þessu og er orðið bæði dýrt og óskilvirkt. Það þarf að hagræða í yfirbyggingu stjórnkerfis borgarinnar og fjármagna þannig lausn leikskólavandans. Fordæmi eru fyrir því að skera niður í stjórnkerfinu og skila þeim ávinningi til íbúanna. Þegar ég var oddviti í Árborg var stjórnunarkostnaður skorinn verulega niður og þjónusta við íbúana aukin meðal annars með opnun leikskólarýma sem á fyrra kjörtímabili hafði verið lokað í sparnaðarskyni. Það er því hægt að leysa leikskólavandann án þess að skuldsetja borgina meira en orðið er. Ég ætla að taka til á kostnaðarhliðinni þar sem bruðl og óþarfa yfirbygging er fyrir hendi – og skila ávinningnum til íbúanna með betri þjónustu.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Börn hafa ítrekað verið send heim af leikskólum Reykjavíkur vegna manneklu að undanförnu. Aðlögun barna hefur verið skert og deildir hafa lokað. Aðeins helmingur leikskóla í Reykjavík eru fullmannaðir. Enn vantar 46 stöðugildi og hundruð leikskólabarna hafa þurft að vera heima vegna þessa ástands. Þá er skortur á dagforeldrum sömuleiðis mikill í Reykjavík og margir foreldrar flytja yfir í önnur sveitarfélög vegna þessa. Vandinn er því bæði raunverulegur og mikill. Þetta þarf að leysa. Reykvískir foreldrar gera þá eðlilegu kröfu til Reykjavíkurborgar að þeim standi leikskólapláss til boða fyrir börn sín. Þeir eiga ekki að búa við það óöryggi að þurfa að fara úr vinnu fyrirvaralaust vegna undirmönnunar í leikskólunum. Reykjavíkurborg hefur hins vegar aldrei haft eins miklar tekjur og nú. Mesta tekjugóðæri Íslandssögunnar stendur yfir og hefur Reykjavík því notið stóraukinna tekna bæði af útsvari, ferðamönnum og hækkandi fasteignasköttum. Stjórnkerfi Reykjavíkur hefur stækkað mikið samhliða þessu og er orðið bæði dýrt og óskilvirkt. Það þarf að hagræða í yfirbyggingu stjórnkerfis borgarinnar og fjármagna þannig lausn leikskólavandans. Fordæmi eru fyrir því að skera niður í stjórnkerfinu og skila þeim ávinningi til íbúanna. Þegar ég var oddviti í Árborg var stjórnunarkostnaður skorinn verulega niður og þjónusta við íbúana aukin meðal annars með opnun leikskólarýma sem á fyrra kjörtímabili hafði verið lokað í sparnaðarskyni. Það er því hægt að leysa leikskólavandann án þess að skuldsetja borgina meira en orðið er. Ég ætla að taka til á kostnaðarhliðinni þar sem bruðl og óþarfa yfirbygging er fyrir hendi – og skila ávinningnum til íbúanna með betri þjónustu.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar