„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 17:30 Guðmundur B. Ólafsson ásamt stuðningsmönnum landsliðsins í Split í dag en karlalandsliðið mætir Króötum í kvöld. Vísir/Ernir Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“ MeToo Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“
MeToo Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira