Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:27 Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“