Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar 11. janúar 2018 07:00 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, er sagður feta þröngan stíg. Nordicphotos/AFP Vísir/afp Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira