Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 21:19 Michael Douglas er margverðlaunaður fyrir störf sín í skemmtanaiðnaðinum og er sonur leikarans Kirk Douglas. Vísir/Getty Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“ MeToo Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“
MeToo Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira