Klukkan tifar á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:18 Aðilar almenna vinnumarkaðarins ásamt forystufólki samtaka starfsmanna ríkis og sveitarfélaga funduðu nú síðdegis með ráðherrum til að ræða hvernig stjórnvöld geta komið að gerð kjarasamninga. Tæpir tveir mánuðir eru þar til endurskoðunarákvæði samninga á almenna markaðnum tekur gildi. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og kannski prófsteinninn á hana verður hvernig til tekst að ná samkomulagi á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins komu einmitt til fundar við ráðherra í ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag. Þetta er annar óformlegur fundur fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, samtaka starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með leiðtogum stjórnarflokkanna þriggja. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum þar sem samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru margir lausir eða að losna og samkvæmt endurskoðunarákvæði samninga á almennum markaði væri hægt að segja þeim upp í lok febrúar. Verkefni stjórnvalda og allra þeirra sem að koma er að tryggja að ekki fari af stað svo kallað höfrungahlaup á vinnumarkaðnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að fundirnir eigi eftir að verða fleiri áður en samkomulag næst. „Við erum bara að hittast hér með óformlegum hætti. Stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði til að fara yfir stöðuna. Þannig að það er markmið fundarins. Það er ekki stefnt að neinni niðurstöðu í hans lok. Þetta er bara vinna sem er í gangi,“ sagði Katrín áður en hún hélt til fundarins. Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Aðilar almenna vinnumarkaðarins ásamt forystufólki samtaka starfsmanna ríkis og sveitarfélaga funduðu nú síðdegis með ráðherrum til að ræða hvernig stjórnvöld geta komið að gerð kjarasamninga. Tæpir tveir mánuðir eru þar til endurskoðunarákvæði samninga á almenna markaðnum tekur gildi. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og kannski prófsteinninn á hana verður hvernig til tekst að ná samkomulagi á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins komu einmitt til fundar við ráðherra í ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag. Þetta er annar óformlegur fundur fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, samtaka starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með leiðtogum stjórnarflokkanna þriggja. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum þar sem samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru margir lausir eða að losna og samkvæmt endurskoðunarákvæði samninga á almennum markaði væri hægt að segja þeim upp í lok febrúar. Verkefni stjórnvalda og allra þeirra sem að koma er að tryggja að ekki fari af stað svo kallað höfrungahlaup á vinnumarkaðnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að fundirnir eigi eftir að verða fleiri áður en samkomulag næst. „Við erum bara að hittast hér með óformlegum hætti. Stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði til að fara yfir stöðuna. Þannig að það er markmið fundarins. Það er ekki stefnt að neinni niðurstöðu í hans lok. Þetta er bara vinna sem er í gangi,“ sagði Katrín áður en hún hélt til fundarins.
Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira