Klukkan tifar á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:18 Aðilar almenna vinnumarkaðarins ásamt forystufólki samtaka starfsmanna ríkis og sveitarfélaga funduðu nú síðdegis með ráðherrum til að ræða hvernig stjórnvöld geta komið að gerð kjarasamninga. Tæpir tveir mánuðir eru þar til endurskoðunarákvæði samninga á almenna markaðnum tekur gildi. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og kannski prófsteinninn á hana verður hvernig til tekst að ná samkomulagi á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins komu einmitt til fundar við ráðherra í ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag. Þetta er annar óformlegur fundur fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, samtaka starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með leiðtogum stjórnarflokkanna þriggja. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum þar sem samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru margir lausir eða að losna og samkvæmt endurskoðunarákvæði samninga á almennum markaði væri hægt að segja þeim upp í lok febrúar. Verkefni stjórnvalda og allra þeirra sem að koma er að tryggja að ekki fari af stað svo kallað höfrungahlaup á vinnumarkaðnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að fundirnir eigi eftir að verða fleiri áður en samkomulag næst. „Við erum bara að hittast hér með óformlegum hætti. Stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði til að fara yfir stöðuna. Þannig að það er markmið fundarins. Það er ekki stefnt að neinni niðurstöðu í hans lok. Þetta er bara vinna sem er í gangi,“ sagði Katrín áður en hún hélt til fundarins. Kjaramál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Aðilar almenna vinnumarkaðarins ásamt forystufólki samtaka starfsmanna ríkis og sveitarfélaga funduðu nú síðdegis með ráðherrum til að ræða hvernig stjórnvöld geta komið að gerð kjarasamninga. Tæpir tveir mánuðir eru þar til endurskoðunarákvæði samninga á almenna markaðnum tekur gildi. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og kannski prófsteinninn á hana verður hvernig til tekst að ná samkomulagi á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins komu einmitt til fundar við ráðherra í ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag. Þetta er annar óformlegur fundur fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, samtaka starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með leiðtogum stjórnarflokkanna þriggja. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum þar sem samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru margir lausir eða að losna og samkvæmt endurskoðunarákvæði samninga á almennum markaði væri hægt að segja þeim upp í lok febrúar. Verkefni stjórnvalda og allra þeirra sem að koma er að tryggja að ekki fari af stað svo kallað höfrungahlaup á vinnumarkaðnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að fundirnir eigi eftir að verða fleiri áður en samkomulag næst. „Við erum bara að hittast hér með óformlegum hætti. Stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði til að fara yfir stöðuna. Þannig að það er markmið fundarins. Það er ekki stefnt að neinni niðurstöðu í hans lok. Þetta er bara vinna sem er í gangi,“ sagði Katrín áður en hún hélt til fundarins.
Kjaramál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira