Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 15:48 Björk og Deneuve saman á kvikmyndahátíðinni í Cannes þegar Dancer in the Dark var frumsýnd. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og lýsti áreitni leikstjórans Lars von Trier en Deneuve varar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum í bréfi sem hún skrifar ásamt öðrum konum vegna MeToo-byltingarinnar. vísir/getty Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. Bréfið hefur vakið nokkra athygli og umræðu í Frakklandi, að því er fram kemur á BBC. Þannig skrifuðu 30 femínistar undir nokkurs konar svarbréf og saka Deneuve og hinar 99 konurnar um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis og að vilja „setja lok“ á alla skandalana sem komið hafa upp í tengslum við valdamikla menn, ekki hvað síst í skemmtanabransanum. Í bréfinu sem Deneuve skrifar undir vara konurnar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum og segja að þær harmi allar þær fordæmingar sem komið hafa fram í garð karla eftir að greint var frá ásökunum á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Að mati kvennanna skerða slíkar „nornaveiðar“ kynfrelsi.Ekki glæpur að reyna að draga einhvern á tálar „Nauðgun er glæpur en að reyna að draga einhvern á tálar, jafnvel oft eða klaufalega er það ekki. Það að karlmenn sýni af sér herramennsku er ekki heldur árás af hálfu feðraveldisins,“ segir í bréfinu. Þá segir þar jafnframt að mönnum hafi verið refsað, og þeir jafnvel misst vinnuna „fyrir það eitt að snerta hnéð á einhverjum eða að reyna að stela kossi.“ Í bréfinu kemur fram að konurnar sem undir það skrifa telja það nauðsynlegt að tala um misnotkun af hálfu valdamikilla. Þær líta þó einnig svo á að fordæmingarnar séu orðnar „stjórnlausar“ og að þetta valdi því að konur séu álitnar vanmáttugar og eilífðar fórnarlömb. Þær segjast ekki finna sig í þessum femínisma. Catherine Deneuve er langþekktust þeirra kvenna sem skrifa undir bréfið. Á meðal annarra sem undir það rita eru leikkonan Christine Boisson og rithöfundurinn Catherine Millet. Deneuve lék meðal annars á móti Björk í kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og sagði frá kynferðislegri áreitni von Trier í sinn garð við gerð myndarinnar. MeToo Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. Bréfið hefur vakið nokkra athygli og umræðu í Frakklandi, að því er fram kemur á BBC. Þannig skrifuðu 30 femínistar undir nokkurs konar svarbréf og saka Deneuve og hinar 99 konurnar um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis og að vilja „setja lok“ á alla skandalana sem komið hafa upp í tengslum við valdamikla menn, ekki hvað síst í skemmtanabransanum. Í bréfinu sem Deneuve skrifar undir vara konurnar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum og segja að þær harmi allar þær fordæmingar sem komið hafa fram í garð karla eftir að greint var frá ásökunum á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Að mati kvennanna skerða slíkar „nornaveiðar“ kynfrelsi.Ekki glæpur að reyna að draga einhvern á tálar „Nauðgun er glæpur en að reyna að draga einhvern á tálar, jafnvel oft eða klaufalega er það ekki. Það að karlmenn sýni af sér herramennsku er ekki heldur árás af hálfu feðraveldisins,“ segir í bréfinu. Þá segir þar jafnframt að mönnum hafi verið refsað, og þeir jafnvel misst vinnuna „fyrir það eitt að snerta hnéð á einhverjum eða að reyna að stela kossi.“ Í bréfinu kemur fram að konurnar sem undir það skrifa telja það nauðsynlegt að tala um misnotkun af hálfu valdamikilla. Þær líta þó einnig svo á að fordæmingarnar séu orðnar „stjórnlausar“ og að þetta valdi því að konur séu álitnar vanmáttugar og eilífðar fórnarlömb. Þær segjast ekki finna sig í þessum femínisma. Catherine Deneuve er langþekktust þeirra kvenna sem skrifa undir bréfið. Á meðal annarra sem undir það rita eru leikkonan Christine Boisson og rithöfundurinn Catherine Millet. Deneuve lék meðal annars á móti Björk í kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og sagði frá kynferðislegri áreitni von Trier í sinn garð við gerð myndarinnar.
MeToo Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04