Árlegur djúskúr Nova hefur reynst starfsmönnum erfiður Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 13:45 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, var á djúskúrnum í fyrra en tekur grænmetismánuð í ár. Vísir Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv. Heilsa Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv.
Heilsa Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira