Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51