Einkaframkvæmd: Við höfum göngin til góðs Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun