Rúnar: Eina leiðin fyrir íslenska þjálfara að komast út er að þekkja einhvern Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 11:00 Rúnar Kristinsson er kominn heim í KR. vísir/anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira