Hyggjast framleiða rafmagn úr heitu vatni á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. vísir/magnús hlynur Hrunamannahreppur og Hitaveita Flúða hafa samið við Varmaorku um samstarf til framleiðslu rafmagns úr lághita. Nýstofnað fyrirtæki, Flúðaorka, heldur utan um framleiðsluna sem hefjast á í sumar úr heitavatnsholu í landi Kópsvatns við Flúðir. Ætlunin er að framleiða 600 kW af raforku inn á kerfi Rarik. „Þetta snýst um þá tækni að það er verið að taka heitasta toppinn af vatninu, eða úr 115 gráðum og setja það niður í 75 gráður og framleiða rafmagn úr því. Í þessu tilfelli er hugsunin að nýta um 20 sekúndulítra í holunni í rafmagnsframleiðsluna en afkastageta holunnar er 45 sekúndulítrar,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Framleiðslukerfið er byggt upp með smáum, sveigjanlegum einingum sem framleiða allt að 150 kW rafmagns. Hver eining er sjálfstæð svo einfalt er að auka við eða minnka framleiðsluna. Við framleiðsluna lækkar hitastig vatnsins án þess að breyta magni eða gæðum þess. Jón segir mikla eftirvæntingu vegna starfsemi Flúðaorku. „Já, þetta er mjög spennandi verkefni og alveg nýtt fyrir okkur að framleiða rafmagn úr heitavatnsholu. Það er líka frábært því það er verið að nýta jarðhitaauðlindir sem mynda hreint og endurnýjanlegt rafmagn með tækni sem gerir kleift að nýta jarðhita mun betur en áður,“ segir sveitarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Hrunamannahreppur og Hitaveita Flúða hafa samið við Varmaorku um samstarf til framleiðslu rafmagns úr lághita. Nýstofnað fyrirtæki, Flúðaorka, heldur utan um framleiðsluna sem hefjast á í sumar úr heitavatnsholu í landi Kópsvatns við Flúðir. Ætlunin er að framleiða 600 kW af raforku inn á kerfi Rarik. „Þetta snýst um þá tækni að það er verið að taka heitasta toppinn af vatninu, eða úr 115 gráðum og setja það niður í 75 gráður og framleiða rafmagn úr því. Í þessu tilfelli er hugsunin að nýta um 20 sekúndulítra í holunni í rafmagnsframleiðsluna en afkastageta holunnar er 45 sekúndulítrar,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Framleiðslukerfið er byggt upp með smáum, sveigjanlegum einingum sem framleiða allt að 150 kW rafmagns. Hver eining er sjálfstæð svo einfalt er að auka við eða minnka framleiðsluna. Við framleiðsluna lækkar hitastig vatnsins án þess að breyta magni eða gæðum þess. Jón segir mikla eftirvæntingu vegna starfsemi Flúðaorku. „Já, þetta er mjög spennandi verkefni og alveg nýtt fyrir okkur að framleiða rafmagn úr heitavatnsholu. Það er líka frábært því það er verið að nýta jarðhitaauðlindir sem mynda hreint og endurnýjanlegt rafmagn með tækni sem gerir kleift að nýta jarðhita mun betur en áður,“ segir sveitarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira