Buðu Hvíta húsinu gullklósett í stað Van Gogh Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 22:32 Klósettið er úr hreinu gulli og virkar. Það hefur verið opið gestum á almenningssalerni Guggenheim-safnsins. Sýningunni er hins vegar lokið. Vísir/AFP Forstöðumaður Guggenheim-listasafnsins í New York hafnaði bón Hvíta hússins um að lána málverk eftir Vincent Van Gogh í íbúð Trump-hjónanna. Þess í stað bauð hann klósett úr 18-karata gulli sem hefur verið til sýnis á safninu í nokkur ár. Hvíta húsið hafði óskað eftir málverkinu „Landslag með snjó“ eftir hollenska meistarann Van Gogh fyrir forsetahjónin. Washington Post segir að Nancy Spector, forstöðumaður Guggenheim, hafi ekki geta orðið við þeirri beiðni. Spector stakk hins vegar á móti upp á að Hvíta húsið gæti fengið myndverkið „Ameríka“ eftir Maurizio Cattelan. Það er í formi gullklósetts sem virkar og hefur verið á salerni safnins og opið gestum síðustu árin. Listamaðurinn sjálfur hefði áhuga á að bjóða forsetahjónunum það að langtímaláni. Listrýnar hafa lýst „Ameríku“ sem háðsádeilu á ofgnótt auðs í Bandaríkjunum. „Það er auðvitað gríðarlega verðmætt og nokkuð viðkvæmt en við myndum sjá fyrir leiðbeiningum um uppsetningu og viðhald,“ sagði Spector í tölvupósti til Hvíta hússins. Talskona Guggenheim-safnsins staðfestir að Spector hafi sent póstinn í september. Hvíta húsið svaraði ekki boði Spector. Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Forstöðumaður Guggenheim-listasafnsins í New York hafnaði bón Hvíta hússins um að lána málverk eftir Vincent Van Gogh í íbúð Trump-hjónanna. Þess í stað bauð hann klósett úr 18-karata gulli sem hefur verið til sýnis á safninu í nokkur ár. Hvíta húsið hafði óskað eftir málverkinu „Landslag með snjó“ eftir hollenska meistarann Van Gogh fyrir forsetahjónin. Washington Post segir að Nancy Spector, forstöðumaður Guggenheim, hafi ekki geta orðið við þeirri beiðni. Spector stakk hins vegar á móti upp á að Hvíta húsið gæti fengið myndverkið „Ameríka“ eftir Maurizio Cattelan. Það er í formi gullklósetts sem virkar og hefur verið á salerni safnins og opið gestum síðustu árin. Listamaðurinn sjálfur hefði áhuga á að bjóða forsetahjónunum það að langtímaláni. Listrýnar hafa lýst „Ameríku“ sem háðsádeilu á ofgnótt auðs í Bandaríkjunum. „Það er auðvitað gríðarlega verðmætt og nokkuð viðkvæmt en við myndum sjá fyrir leiðbeiningum um uppsetningu og viðhald,“ sagði Spector í tölvupósti til Hvíta hússins. Talskona Guggenheim-safnsins staðfestir að Spector hafi sent póstinn í september. Hvíta húsið svaraði ekki boði Spector.
Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira