Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður. MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður.
MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08