Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:59 Guðjón Baldvinsson er í ævintýraför. vísir/stefán Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Sport Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Íslenski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12