Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 23:04 Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“ Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Sakfelldur fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“
Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Sakfelldur fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20