Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 22:30 Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn. Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn.
Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira