Stjórnarliðar töldu skýrslubeiðni beinast gegn "vitlausum ráðherra“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 19:00 Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví. Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira