Yfir 200 erlendir gestir í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 19:45 Davíð Bjarni Björnsson og Kristofer Darri Finnsson keppa á Reykjavíkurleikunum. Mynd/BSÍ/Sportmyndir.is Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira