Bandarískir fjölmiðlar segja að fimm nemendur hið minnsta hafi verið skotnir í árásinni. Árásin átti sér stað í skólanum Marshall County Kentucky High School.
Matt Bevin, ríkisstjóri Kentucky, segir að árásarmaðurinn sé í haldi lögreglu. Enn sé þó margt á huldu varðandi árásina.
CBS greinir frá því að fjölmennt lið lögreglu sé nú á staðnum.
Tragic shooting at Marshall County HS...Shooter is in custody, one confirmed fatality, multiple others wounded...Much yet unknown...Please do not speculate or spread hearsay...Let's let the first responders do their job and be grateful that they are there to do it for us...
— Governor Matt Bevin (@GovMattBevin) January 23, 2018